Fréttir og námskeið

Næsta námskeið


MEÐGÖNGUJÓGA Í ÁRBORG

Næsta námskeið í meðgöngujóga hefst 6. október og verður til 10. nóvember. Það verður ekki tími 27. október Tímarnir verða á mánudögum kl. 17:15-18:30 (samtals 5 skipti).

Verð 13.000 kr.

Námskeiðið verður í sal Lista- og menningarverstöðvarinnar á Stokkseyri.

Allar nánari upplýsingar og skráning hér eða í tölvupósti á netfangið jogaselfossi@gmail.com

Ávinningur af meðgöngujóga er margvíslegur og meðgöngujóga getur m.a.

✔ Létt á bakverkjum
✔ Létt á grindarverkjum
✔ Stuðlað að góðri slökun á líkama og sál
✔ Hjálpað móður að undirbúa sig fyrir fæðing
✔ Stuðlað að auðveldari fæðingu
✔ Dregið úr kvíða fyrir fæðingu

Í meðgöngujóga leggjum við áherslu á öndun, jógaæfingar, hugleiðslu og slökun. Þegar tilvonandi móðir lærir að fara inn á við og hlusta á líkamann, hreyfa sig eins og líkaminn þarf hverju sinni og vera í núinu þá lærir hún jafnframt að treysta líkamanum sem nýtist vel í fæðingunni. Með hugleiðslum og öndunaræfingum styrkir verðandi móðir jafnframt innsæið sitt. Jóga getur haft mjög jákvæð áhrif á meðgöngu og fæðingu.

Með djúpri slökun getur verðandi móðir sleppt taki á hugsunum, áhyggjum og spennu. Við endum tímana ýmist á slökun og hugleiðslu eða á langri jóga nidra slökun. Jóga nidra eða jógískur svefn er leidd djúphugleiðsla sem leiðir þig handan hugans, mitt á milli svefns og vöku. Með slökuninni losnar um spennu og stíflur í líkamanum þannig að orkan nær að flæða betur og líkaminn nær að heila sig sjálfur.

Paranámskeið

Á paranámskeiði mætir maki eða fæðingarfélagi með. Þá er farið yfir hvernig fæðingarfélagi getur sem best stutt við konu í fæðingu. Farið verður yfir öndunaræfingar, nudd og góð ráð fyrir fæðingu. Samkvæmt rannsóknum hefur góður stuðningur í fæðingu jákvæð áhrif auk þess sem minni líkur eru á inngripum í fæðingu.

Næsta námskeið verðru auglýst síðar.

Helena Herborg Guðmundsdóttir jógakennari leiðir námskeiðið ásamt Margréti Unni Sigtryggsdóttur ljósmóður og nuddara

  • Námskeiðið er í 2-3 klst
  • Námskeiðið verður í sal Art hostel á Stokkseyri, Hafnargötu 9
  • Verð 8.500 kr. fyrir parið fyrir þær sem eru í meðgöngujóga hjá Helenu,
    12.500 fyrir parið (ef ekki í meðgöngujóga hjá Helenu)

Fylgist með

Skráðu þig á póstlistann og fáðu nýjustu fréttir sendar með tölvupósti