Meðgöngujóga

Megi eilífðarsól á þig skína,
Kærleikur umlykja,
og þitt innra ljós þér lýsa,
áfram þinn veg.

Meðgöngujóga hentar öllum konum á meðgöngu. Í meðgöngujóga leggjum við áherslu á öndun, jógaæfingar, hugleiðslu og slökun. Æfingarnar miðast við að auka liðleika og styrk á meðgöngu, auka vellíðan í líkamanum, létta á bakverkjum, verkjum í mjaðagrind o.fl. Þegar tilvonandi móðir lærir að fara inn á við og hlusta á líkamann, hreyfa sig eins og líkaminn þarf hverju sinni og vera í núinu þá lærir hún jafnframt að treysta líkamanum sem nýtist vel í fæðingunni. Við notum öndunaræfingar eins og haföndun sem hefur gagnast mörgum konum í fæðingu. Fjölmargar reynslusögur hafa sýnt fram á að meðgöngujóga er frábær undirbúningur fyrir fæðingu.

Með djúpri slökun getur verðandi móðir sleppt taki á hugsunum, áhyggjum og spennu. Við endum suma tíma á langri jóga nidra slökun. Jóga nidra eða jógískur svefn er leidd djúphugleiðsla sem leiðir þig handan hugans, mitt á milli svefns og vöku. Með slökuninni losnar um spennu og stíflur í líkamanum þannig að orkan nær að flæða betur og líkaminn nær að heila sig sjálfur.


Meðgöngujógað hjálpaði mikið í fæðingunni á litlu snúllunni okkar 🥰 Ljósan sagði mjög fljótlega í ferlinu að það væri greinilegt að ég væri búin að vera í jóga og hvað hún dýrkaði að fá konur svo vel undibúnar undir átökin 🥰❤️ Takk fyrir þessa nokkra tíma sem við lilla komumst í rétt fyrir fæðinguna 🙏🏻🥰

Sandra Dögg